7.1.2008 | 02:55
Gleðilegt ár
Gleðilegt ár ættingjar, vinir og aðrir sem að lesa þetta blogg. Ég fór í matarboð til Sigga og Sigurrósar á laugardagskvöldið og umm.. þvílíkt lostæti sem þar var á borðstólum, takk takk fyrir mig., þar voru þau hjón Bjarni og Alda, mjög skemmtileg hjón.Þegar ég svo var komin upp í rúm í gærkvöldi þá sóttu svo miklar hugsanir að mér um frænda minn sem ég ólst nánast upp með fyrstu sjö ár ævi minnar, amma Bryndís sem ég ólst upp hjá og mamma hans voru systur og það nánar systur Rabbi frændi árinu eldri en ég jæja nema hvað það komst ekkert annað að hjá mér að velta því fyrir mér hvað væri að frétta af Rabba ég hef ekki séð Rabba í rúm þrjátíu ár datt í hug að goggla nafnið hans og þá kemur í ljós að Rabbi frændi hafði látist í vinnuslysi út í Svíðþjóð 5 nóvember. Já Rabbi ég veit að varst að koma boðum til mín, ég ætla af öllum mínum mætti að biðja fyrir sálu þinni elsku frændi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.