Smá mont

Ömmu prins hann Marinó var bara farinn að labba einn og óstuddur fyrir jól, hann sem að verður ekki ársgamall fyrr en 22 febrúar. Annars eru foreldrar og drengur stödd í Reykjavík sem stendur, það á að hitta Einar Sindra vonandi gengur allt vel.Elísa fékk að gista hjá Fannari vini sínum (þau hafa verið vinir frá unga aldri) Guðrún gistir hjá Gunnuni sinni (Guðrún sefur semsagt í Gunnu holu röðunn í rúmi er fyrstur Júlli þá kemur Helginn sjálfur, þá  gistidaman Guðrún síðast en ekki síst frúin sjálf Gunnan liggjandi á gólfi fyrir framan rúmið)

Gleðilegt ár

Gleðilegt ár ættingjar, vinir og aðrir sem að lesa þetta blogg. Ég fór í matarboð til Sigga og Sigurrósar á laugardagskvöldið og umm.. þvílíkt lostæti sem þar var á borðstólum, takk takk fyrir mig., þar voru þau hjón Bjarni og Alda, mjög skemmtileg hjón.Þegar ég svo var komin upp í rúm í gærkvöldi þá sóttu svo miklar hugsanir að mér um frænda minn sem ég ólst nánast upp með fyrstu sjö ár ævi minnar, amma Bryndís sem ég ólst upp hjá og mamma hans voru systur og það nánar systur  Rabbi frændi árinu eldri en ég jæja nema hvað það komst ekkert annað að hjá mér að velta því fyrir mér hvað væri að frétta af Rabba ég hef ekki séð Rabba í rúm þrjátíu ár datt í hug að goggla nafnið hans  og þá kemur í ljós að Rabbi frændi hafði látist í vinnuslysi út í Svíðþjóð 5 nóvember. Já Rabbi ég veit að varst að koma boðum til mín, ég ætla af öllum mínum mætti að biðja fyrir sálu þinni elsku frændi

Helgarfrí

Hér kemur ein góð af Helga mínum ömmu gulli. Helgi og mamman að tala saman.

  Mamma: Jæja Helgi minn nú skulum við fara snemma að sofa í kvöld. 

  Helgi: Akhurju er ég að fara í leikskólann ?

  Mamma: Nei það er helgarfrí og þá er enginn leikskóli hjá þér. 

  Helgi: Akhurju (afhverju) er helgarfrí.

  Mamma: Maður fær stundum svona frí. ég er líka í fríi.

   Helgi: Já mamma ertu í svona dunnufríi  (Gunnufríi)

  Mamma:Ha?
  Helgi:Já mamma ef ég er í helgarfríi þá ert þú í dunnufríi. ( mamman er kölluð Gunna) (Helginn er 3. ára).

 

 


Kæri Guð

Þau komu syngjandi inn Guðrún og Helgi  "Jesús er besti vinur barnana og svo framvegis. 'Eg voða glöð að heyra í þeim  þau segja mér að djákninn hafi komið í heimsókn . Guðrún segir amma veistu hún fór líka með faðirvorið mitt, og eins og vanalega þá skilur þessi amma ekki neitt og spyr  faðirvorið þitt ? já amma faðir vorið sem ég kann, já þú meinar það segir amman. Þá segir Guðrún amma ég myndi ekki hafa faðirvorið svona nú segir amman hvernig myndir þú hafa það ? Sko ég myndi hafa svona Kæri Guð þú sem ert á himnum.......... afhverju segir amman sko faðir minn er ekki á himnum  hann fór með afa í Reykjavík og þá varð amman orðlaus.

Hestahræðsla

Guðrún og Helgi fóru með Gunnu að hjálpa afa gamla að reka inn þegar það var búið vildi Guðrún koma við hjá hestunum og klappa þeim en Gunna frænka er svo skíuð við þá að henni leist ekkert voða vel á það.En eftir mikið suð í Guðrúnu ætlaði hún að láta sig hafa það. En þegar þau löbbuðu í átt að blessuðum hestunum komu þeir á móti og þá missti Gunna kjarkinn og smalaði börnunum í átt að bílnum, þá heyrðist í Guðrúnu (sem var ekki voðalega ánægð með frænku sína.)Já já þú ert sko greinilega í sama liði og mamma hún er líka skíthrædd við hesta.

gelgjan

Það er alltaf gaman að segja sögur af barnabörnunum. Einu sinni var Elísa eitthvað að stríða Guðrúnu systir sinni það endaði með því að sú stutta fór að gráta  og gamla ég fór að reyna að stilla til friðar tók litlu dömuna í fangið og sagði meðal annars við skulum láta sem við heyrum þetta ekki dúllan mín Elísa er bara að verða gelgja og þá verða krakkar svona, Guðrún spáir í þetta dágóða stund og segir þá amma hvenær verður Elísa sjúklingur, nú skildi amman ekki alveg og hváði við  þá sagði daman svona hinseigin barn og þá skildi amman þú meinar unglingur  já ég er að meina það amma. Elísa er 9 ára Guðrún er 5 ára.

allir eru að gera það gott

Barnabörnin Guðrún Júlíana og Helgi Sigurður gista hjá ömmu í nótt. Húsbandið er á heimleið úr borg óttans. Helgi minn og hans fjölskylda eru stödd í Danaveldi, dóttir, tengdasonur og tengdadóttir eru á tónleikum með Herði Torfa. Siggi er heima ásamt smábarni og elstu dóttur. Afi var að koma heim og þá hefst sögustund, amman er nefnilega ekki eins mikill snilli og afinn í sögustundum.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband